Vörur


Sigurður Guðmundsson málari (1833-1874) skrifaði greinina „Um kvennbúninga á Íslandi að fornu og nýju“ árið 1857 í Nýju Félagsriti sem Jón Sigurðsson forseti stóð að. Sagði hann að tilgangur þjóðbúnings væri að vera til gagns og fegurðar. „Íslendingar eigi að leggja áherslu á að geta sýnt erlendum ferðamönnum m.a. með búningi sínum að þeir væru afkomendur hinna gömlu Norðmanna höfðingja“. Sigurður hannaði Skautbúninginn eins og hann er þekktur í dag og klæddist Alexandrine Danadrotting slíkum búning í Konungsheimsókninni árið 1921. Með þeirri hönnun festi Sigurður í sessi það kornsetta víravirki í búningaskarti sem Anna Silfa sækir innblástur í. Við val á fyrirmynd og innblæstri leitar Anna Silfa í ríkulegt munasafn Þjóðminjasafn Íslands og er hönnunin á þessari skartgripalínu sótt í safnamuni þess með góðfúslegu leyfi þeirra og velvild. Er við hæfi að þakka Þjóðminjasafni Íslands fyrir gott og einstakt samstarf. Þá er Þjóðbúningaráði Íslands þakkað fyrir heimildir til myndbirtingar.