Hrafnsegg sem hangir í síðri silfurkeðju. Eggið er gert úr léttum leir og vandlega handmálað eftir hrafnseggi. Hrafnsegg eru í grunninn ljós blá - græn - grá með brún eða svörtum fíngerðum slettum sem renna víða saman á skurninni. Í gjafaöskjunni liggur hálsmenið í hreiðri sem einkennir hrafninn. Litur og mynstur eggjanna eru svipuð en þó mismunandi dökk að lit rétt eins og í náttúrunni.
Oxideruð silfurkeðja.
Lengd á keðju er ca. 95-97 cm
Hönnun: Telma Magnúsdóttir