Höfundur: Jóhannes úr Kötlum
Myndskreytingar: Tryggvi Magnússon
Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum með myndskreytingum Tryggva Magnússonar er alvinsælasta ljóða- og jólabók sem gefin hefur verið út handa íslenskum börnum. Bókin kom fyrst út 1932 og varð fljótt ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Fáar íslenskar bækur hafa verið prentaðar jafnoft í tímans rás eða öðlast viðlíka vinsældir.
Hún er prentuð aftur og aftur enda nauðsynlegt að rifja upp einkenni jólasveinanna, Grýlu og jólakattarins á hverjum jólum. Bókin er innbundinn.
Kvæðin heita „Jólin koma“, „Jólasveinarnir“, „Grýlukvæði“, „Jólakötturinn“ og „Jólabarnið“.