Skilmálar
Viðskiptaskilmálar fyrir vefverslun
Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög.
Norska húsið áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
UPPLÝSINGAR UM SELJANDA
Norska húsið
Hafnargata 5
340 Stykkishólmi
Kt. 620269-7009
Reikningsnúmer: 0309 - 26 - 00256
VSK númer: 05801
Sími: 433-8114
Netfang: info@norskahusid.is
PANTANIR
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun vera haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Norska húsið ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá okkur til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða fyrir rekjanlegt bréf.
VERÐ Á VÖRU OG SENDINGAKOSTNAÐUR
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingarkostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við bjóðum uppá greiðslu í gegnum Valitor, en þar er hægt að velja um að greiða með debit/kredit korti.
Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur verið móttekin. Varan er send til viðskiptavinar með Íslandspósti og fær hann tölvupóst með sendingarnúmeri og helstu upplýsingum um leið og varan er skráð á pósthúsinu. Frí heimsending er á öllum pöntunum yfir kr. 12.000,-
- Sending á næsta pósthús kr. 1.080,-
- Sending upp að dyrum kr. 1.480,-
VÖRUSKIL
Vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá innleggsnótu eða endurgreitt. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi.
Endursending á vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar nema ef um er að ræða ranga eða sýnilega gallaða vöru.
Viðskiptavinur er vinsamlegast beðinn um að senda tölvupóst á netfangið info@norskahusid.is áður en vara er endursend. Vara sem keypt er á útsölu fæst ekki skilað fyrir endurgreiðslu en möguleiki er á að skipta í aðra útsöluvöru.
GALLAÐAR VÖRUR
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist.
Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.
Telji viðskiptavinur sig hafa fengið gallaða vöru í hendurnar hvetjum við hann eindregið til þess að hafa samband við okkur á info@norskahusid.is og við leysum málin.
TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.
LÖG OG VARNARÞING
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands.
Governing law / jurisdiction: These Therms and Conditions are in accordance with Icelandic law.
KVARTANIR
Norska húsið reynir eftir fremsta megi að bjóða uppá faglega og persónulega þjónustu. Ef viðskiptavinur er á einhvern hátt ekki sáttur með kaup eða þjónustu hvetjum við hann til að hafa samband á netfangið info@norskahusid.is eða síma 433-8114. við úrlausn mála í sameiningu.
Ertu með fyrirspurn/ábendingu ? Ekki hika við að senda okkur línu
info@norskahusid.is