Jurtalitapúsluspil

Hespa

Jurtalitapúsluspil

Verð 7.250 kr
Stykkjaverð  per 

Jurtalitapúsluspilið er 1000 bita fræðslupúsluspil. Ljósmyndin er af jurtalituðu einbandi frá jurtalitunarvinnustofuni Hespuhúsinu í Ölfusi. Í pakkanum er púsluspilið ásamt ljósmynd af púslmyndinni þar sem hægt er að sjá úr hvaða jurtum hver hnykill er litaður. Í kassanum er einnig lítið bókarkorn sem fjallar um jurtalitunarsöguna á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð.  Púsluspilið er því fræðslupúsluspil og miðar að því að vekja áhuga á grasnytjum og að vekja virðingu fyrir náttúrunni og mikilvægi hennar.