Það var árið 1970 að Sigurður Már Helgason hannaði og smíðaði fyrsta Fuzzy stólinn, lítinn koll með sútaðri lambsgæru með ullinni eins og hún kemur af kindinni. Fætur eru renndir í líki vatnsdropa. Hver og einn Fuzzy kollur er einstakur þar sem enginn er nákvæmlega eins. Fuzzy kollurinn er algerlega tímalaus hönnun sem á inni alls staðar fyrir einstakt útlit og flott yfirbragð.
Efniviður: Litli íslenski gærukollurinn hefur fjóra ávala og sterka viðarfætur. Setan er bólstruð með ekta íslenskri gæru.
Fuzzy kemur í sérhönnuðum kassa af stærð 40 x 37 x 14 cm og heildarþyngd er 3 kg. Kassinn hentar vel til sendinga innanlands og utan
Hönnun: Sigurður Már Helgason
Ár: 1970